Umbreytandi 9D Breathwork Online Ferðalag

 

Let Go and Transform – The 9D Breathwork Reset Journey

Slepptu þyngslum fortíðarinnar og umbreyttu lífi þínu með krafti öndunar.

,,Let Go and Transform, The 9D Breathwork journey" er djúpt umbreytandi 9D öndunarferðalag hannað fyrir þá sem vilja hreinsa út gamla orku, endurræsa taugakerfið og tengjast sínum innsta kjarna. Þetta er ferðalag frá fjötrum til frelsis, þar sem skilyrðingar, ótti og bældar tilfinningar fá rými til að leysast upp og það opnast fyrir nýja möguleika.

Ég er tilbúin

Hvað er 9D breathwork?

 

9D Breathwork er djúpvirk og byltingarkennd öndunarreynsla sem sameinar sómatíska öndun, leiddar hugleiðslur og háþróaða hljóðtækni – allt hannað til að leiða þig dýpra inn í vitundina, þar sem umbreytingar gerast.

Í þessu öfluga innra ferðalagi færðu tækifæri til að skoða þig af heiðarleika og mýkt, losa um ómeðvituð mynstur, sársauka og sögur sem hafa haldið aftur af þér – og tengjast frelsi, þakklæti, innri krafti og lífsgleði.

9D Breathwork hefur reynst áhrifarík gegn streitu, kvíða og þunglyndi. 

Þessi aðferð nær framúrskarandi árangri með því að hægja á heilabylgjum frá tíðnini 14-30 Hz (Beta) niður í 4-8 Hz (Theta), sem er djúpslökunar og svefn-tíðni heilans. 

Þú færð tækifæri til að:
✨ Losa gömul sár og hömlur
✨ Endurforrita neikvæð viðhorf
✨ Dýpka tengslin við þitt sanna sjálf
✨ Uppgötva nýja sýn á lífið og tilgang þinn

 

Þetta eru einstök ferðalög sem sameina huga, líkama og sál - reynsla sem hver sá sem vill dýpka tengslin við sjálfan sig og efla lífsgæði sín ætti að upplifa.

 

Þú getur gert þetta í ró og næði heima hjá þér - á þínum forsendum.

9D Breathwork upplifanir eru aðgengilegar í beinni útsendingu aðra hverja viku, ásamt upptökum til að fara í gegnum milli tíma. Þetta er sveigjanlegt og aðgengilegt námskeið sem þú getur tekið á þínum hraða, í þínu eigin rými.

 

⚡ Þetta er þinn tími til að líta inn á við og virkja kraftinn sem býr nú þegar innra með þér⚡

Lesa skilmála

Ávinningar 9D Breathwork

 

  • Minnkar áhrif streitu: 9D Öndun hjálpar við að stjórna og minnka streitu og stuðlað að betri líðan.
  • Tilfinningalosun: Þátttakendur geta losað um gamlan sársauka sem situr í líkamanum og veldur þjáningu og stöðnun á lífsorkunni. 
  • Líkamlegir ávinningar: Meðferðin hefur sýnt fram á góðan árangur í að létta á líkamlegum óþægindum, stuðlað að betri svefni, haft jákvæð áhrif á blóðsykurinn og kólesteról.
  • Skýrari fókus: Með því að róa hugann upplifa þátttakendur oft aukinn skýrleika og einbeitingu.
  • Dýpri sjálfskunnátta: Með því að kafa inn í undirmeðvitundina upplifa þátttakendur meiri skilning á sjálfinu og andlegan vöxt.
  • Sterkara hugarfar: Með uppbyggjandi leiddum ferðalögum fá þátttakendur tækifæri til að kveðja gömul viðhorf og sögur sem eru að halda aftur af þeim og stíga fyllilega inn í kraftinn sinn.

Síðustu ár hef ég einblínt mikið á innri sjálfsvinnu, hugarvinnu og tengingu við líkamann í gegnum sómatískar iðkanir, þar sem við lærum að hlusta á skilaboðin sem hann geymir. Ég hef m.a haldið rými fyrir 9D Breathwork í rúmt ár, ásamt því að kenna yin yoga og styðja fólk í að dýpka tengslin við sjálft sig og sinn innri heim. Það er ótrúlegt hvað getur breyst þegar við gefum okkur tíma og rými til að hægja á, hlusta og vinna í okkur sjálfum.

Ég trúi því að sönn heilsa og vellíðan komi ekki aðeins með réttum lífsstíl, hreyfingu og mataræði. Ef við burðumst með óunna fortíð, erum aftengd líkama okkar, höfum lítið sjálfstraust eða trú á okkur sjálfum, þá getur verið erfitt að finna raunverulegt jafnvægi, gleði og innri frið. Til þess að verða heil verðum við að vinna með alla þætti okkar sjálfs – líkamlega, tilfinningalega og andlega.

Í þessu námskeiði mun ég styðja þig meðfram 9D Breathwork ferðalaginu, hjálpa þér að kafa dýpra og leiða þig í gegnum það sem kemur upp fyrir þig. Þú munt fá öruggt og styðjandi rými til að sleppa takinu á því sem ekki þjónar þér lengur og stíga inn í þína eigin umbreytingu.

Sara Barðdal

Þessi öndunaraðferð eða öndunarferðalag (Tranceformational Breath Journey ) notast við Somatic breathing en áhrif hennar er hámörkuð með viðbættri nútíma hljóðtækni sem býður upp á marga jákvæða eiginleika. Helst ber þar að nefna Binaural Brain Entrainment, Isochronic Brainwave Tones, Solfeggio Frequencies og 432Hz Harmonic Tuning.

Það sem gerir þessa meðferð einstaka m.a. er að henni fylgir leiðsögn sem er unnin með Neuro-linguistic programming (NLP) tækni til að hámarka ásetning ferðalagsins og árangur þess. Þessi ásetningur eða markmið ferðalagsins snýr að því að aðstoða þátttakendur að vinna úr ólíkum andlegum fjötrum sem eru að hrjá hann. 

Þetta eru ekki  hefðbundnir öndunartímar

Hvert ferðalag inniheldur:

  • 9D Multi-Dimensional Sound Experience
  • Binaural Brain Entrainment
  • Isochronic Brainwave Tones
  • Solfeggio Frequencies
  • 432Hz Harmonic Tuning
  • Somatic Breathwork
  • Subliminal Hypnotic Therapy
  • Guided Coaching
  • Bioacoustic Sound Effects

Stuðningur, eftirfylgni & samfélag

 

Til að tryggja að þú fáir sem mest út úr þessu námskeiði færðu:

Persónulegan stuðning og eftirfylgni frá mér, Söru Barðdal – ég er með þér skref fyrir skref
Heimaverkefni sem hjálpa þér að dýpka reynsluna og innleiða umbreytinguna í daglegt líf
Lokað samfélag þar sem þú getur speglað þig, deilt, fengið hvatningu og orðið vitni að vexti annarra
Aðgang að heimasvæði með upptökum, verkefnum og öllu sem styður við þína vegferð
Bein samskipti við mig í gegnum netpóst og online samfélag – fyrir spurningar, hvatningu og tengingu.

 

💻 Hvernig virkar ferlið?

Við hittumst aðra hverja viku í beinni útsendingu þar sem við förum saman í gegnum 9D Breathwork tímana.


Á milli funda getur þú unnið með efnið á þínum hraða, í þínu eigin rými – þegar það hentar þér.

Allt sem þú þarft er aðgengilegt á einum stað:
✨ Upptökur
✨ Verkefni til að dýpka og vinna með
✨ Samfélag sem heldur utan um þig

Berglind Björk

,,Nú er komin vika síðan ég fór í fyrsta 9D öndunarferðalagið og ég er enn að upplifa þessa ró og þennan frið innra með mér sem ég fann strax eftir tímann. Þetta er hagnýt og öflug aðferð til þess að hreinlega uppfæra og endurforrita stýrikerfið okkar sem hefu safnað í sig lífshamlandi rusli í gegnum ævina. Sara Barðdal kynnir og heldur utan um ferðalagið af fagmennsku og hlýju. Hún hefur þægilega, róandi nærveru og reynslu af persónulegu mótlæti, róttækri sjálfsvinnu og vinnu með öðru fólki. Ég get því heilshugar mælt með 9D breathwork tímunum hjá Söru."

Eiríkur Jónsson

,,Elsku Sara Barðdal. Vá hvað ég er þakklátur eftir tíman. Þvílík upplifun. Eiginlega orðlaus. Ég hafði ekki trúað því hvað þetta hafði hefði mikil áhrif á líkama og sál. Það var svo gott að finna fyrir hitanum og kuldanum streyma um líkamann, eins með lífsorkuna. Ég mæli svo með þessum tímum hjá Söru og mun sjálfur mæta aftur"

Eva Bryngeirs

,,Ég hvet alla til að prufa að fara í 9D Breathwork hjá Söru til að öðlast betri tengingu við sjálfan sig. Ég fór á djúpt ferðalag með miklum tilfinningatengslum sem gáfu mér alla flóruna og hjálpuðu mér að sleppa tökum á hlutum sem eg hafði sleppt í huganum með hugsun áður en þarna upplifði ég full body losun. Það var yndislegt að fara á dýptina, leyfa sér að finna og sleppa! Mæta svo tilbaka í fullum kærleik."

Ferðalagið þitt lítur svona út:

Allir tímar verða teknir upp og í boði inn á heimasvæðinu þínu frá 16 apríl - 16 júlí 2025.

 

16 apríl kl 20:00

Letting Go and forgive 

Fyrsti þátturinn í ferðalaginu byrjar á djúpri tilfinningaúrvinnslu þar sem þú sleppir tökum á fortíðinni. Þessi öndun dregur fram bældar tilfinningar og hjálpar þér að hreinsa gamla orku úr líkamanum

29 apríl - kl 18:00

Reconnecting to Your Inner Child 

Hér vinnum við með innra barnið, skoðum skilyrðingar frá æsku og byggjum upp sjálfsást og öryggi innan frá. Þetta hjálpar þér að opna fyrir meiri gleði og léttleika í lífinu.

12 maí - 20:00

Healing the 5 Primary Trauma Imprints 

Við förum djúpt í hvernig áföll móta hegðunarmynstur okkar og hvernig við getum umbreytt þeim. Þessi öndunarferð hjálpar þér að endurrita undirmeðvitundina og losa takmarkandi mynstrin.

27 maí - kl 18:00 

Abundance & Self-Trust

Við færum fókusinn yfir á innri gnægð og sjálfstraust. Þessi öndunarferð hjálpar þér að losa ótta og skortshugsun, svo þú getir tekið skref fram í átt að meira flæði og sjálfstrausti.


9 júní - 20:00

Step into Sovereign Breath; A Journey into Authenticity.

Lokaferðalagið virkar sem virkjun og upphaf nýs lífsstíls. Hér styrkirðu innri kjarnann þinn, lærir að lifa í samræmi við þinn sanna sannleika og öðlast frelsi til að vera þú sjálfur.

 

Önnur ferðalög sem þú getur tekið á þínum eigin tíma á milli LIVE tímanna


Vika 2: Integration & Regeneration

Öndunarferð sem styður við úrvinnslu og aðlögun nýrrar vitundar. Hjálpar þér að sameina innsæi og umbreytingu í daglegt líf.


Vika 4: Down Regulation & Nervous System Reset

Róandi öndun sem styður við losun spennu og jafnvægi í taugakerfinu. Dregur úr streitu og hjálpar þér að finna frið innra með þér.


Vika 6: Subconscious Reprogramming

Undirmeðvitundarforritun sem styður þig í að losa gömul hugsanamynstur og innleiða nýja sannleika. Byggir upp sjálfstraust og styrkir nýja sýn á lífið.

 

Það eina sem þú þarft til að taka þátt eru góð heyrnatól, augnhvílur og frið heima hjá þér til þess að fara inn á við. 

Þú hefur aðgang að upptökum og heimasvæði í 3 mánuði. Frá 16 apríl  - 16 júlí. 

Staðgreiðsla fyrir 2 mánaða 9D öndunarferðalag

 

 

Greiðsluskipting í tvennt

Reikningur verður sendur í heimabanka 2 x  24.900 kr.

Með því að fylla út eftirfarandi form ertu að skrá þig og samþykkja.

Harpa

,,9D Breathwork tíminn í gegnum zoom VÁ, þvílíka upplifunin, ég bjóst alls ekki við þessari þvílíku upplifun hvað þá í gegnum zoom, ég fann fyrir öllu lífi í líkamanum, kuldanum, hitanum, grét og var svo lifandi eins og allar frumur líkamans hefðu ákveðið að vakna. Orkan er tekin á nýtt level eftir þetta ferðalag. Ég hlakka strax til næsta tíma hjá Söru og 9D Breathwork þarf hver einstaklingur að upplifa til að finna hve gott og á hvaða máta þetta gerir fyrir mann. Takk fyrir mig"

Díana

,,Mín upplifun var mun betri en ég bjòst við þar sem ég hef prófað allskonar og aldrei náð þessari innri rò. Ég var stressuð fyrst, en var farin að lifa mig svo inní þetta og af svo mikill kyrrð og rò að à allra síðustu mínutunum var ég að sofna. Ég átti virkilega góða svefn nótt eftir þetta þar sem ég sef mjög illa. Bara takk elsku Sara þú ert mögnuð. 

ATH: Þessi öndunarferðalög innihalda ákafa öndunar - vinsamlegast spurði lækninn þinn hvort þetta sé í lagi fyrir þig ef þú ert með eitthvað af eftirfarandi sjúkdómum eða kvillum.

  •  Flogaveiki (vinsamlegast hafðu samband svo við getum komið til móts við þarfir þínar)
  •  Meðganga (ekki mælt með fyrir þungaðar konur)
  •  Taugaáfall / Kvíðaköst (vinsamlegast hafðu samband, það eru ákveðnar undantekningar)
  •  Saga um hjarta- og æðasjúkdóma (vinsamlegast hafðu samband, það eru ákveðnar undantekningar, vinsamlegast talaðu við þinn lækni áður)
  •  Lungnasjúkdóm (vinsamlegast hafðu samband, það eru ákveðnar undantekningar)
  •  Alvarlegan geðsjúkdóm (vinsamlegast hafðu samband svo við getum komið til móts við þarfir þínar)
  •  Beinþynning (vinsamlegast hafðu samband svo við getum komið til móts við þarfir þínar)
  •  Heilablóðfall, flog eða annan taugasjúkdóm (vinsamlegast hafðu samband svo við getum komið til móts við þarfir þínar, vinsamlegast talaðu við þinn lækni áður)