Þér er boðið!
9D breathwork: Letting Go and Moving on
Þann 22 apríl kl 20:00 verð ég með ókeypis ONLINE viðburð sem þú getur tekið þátt með því að skrá þig hér að neðan.
Hlakka til að leiða þig í gegnum töfra 9D breathwork.

Hvað er 9D breathwork?
9D Breathwork er djúpvirk og byltingarkennd öndunarreynsla sem sameinar sómatíska öndun, leiddar hugleiðslur og háþróaða hljóðtækni – allt hannað til að leiða þig dýpra inn í vitundina, þar sem umbreytingar gerast.
Í þessu öfluga innra ferðalagi færðu tækifæri til að skoða þig af heiðarleika og mýkt, losa um ómeðvituð mynstur, sársauka og sögur sem hafa haldið aftur af þér – og tengjast frelsi, þakklæti, innri krafti og lífsgleði.
9D Breathwork hefur reynst áhrifarík gegn streitu, kvíða og þunglyndi.
Þessi aðferð nær framúrskarandi árangri með því að hægja á heilabylgjum frá tíðnini 14-30 Hz (Beta) niður í 4-8 Hz (Theta), sem er djúpslökunar og svefn-tíðni heilans.
Þú færð tækifæri til að:
✨ Losa gömul sár og hömlur
✨ Endurforrita neikvæð viðhorf
✨ Dýpka tengslin við þitt sanna sjálf
✨ Uppgötva nýja sýn á lífið og tilgang þinn
Þetta eru einstök ferðalög sem sameina huga, líkama og sál - reynsla sem hver sá sem vill dýpka tengslin við sjálfan sig og efla lífsgæði sín ætti að upplifa.
Letting go and moving on
Ferðalagið að "Sleppa Tökunum & Halda Áfram" er sérsniðið fyrir þá sem finna sig fasta í gömlum mynstrum og þrá að losa sig úr viðjum fortíðarinnar.
Oft berum við ómeðvitað þungan bakpoka af gömlum tilfinningum, áföllum og skilyrðingum sem hafa áhrif á líf okkar í dag. Með þessari öndunarferð munt þú fá rými til að endurmeta og sleppa því sem heldur aftur af þér, svo þú getir tekið léttari og skýrari skref inn í framtíðina
Þetta öndunarferðalag er fyrir alla sem eru tilbúnir að leggja frá sér byrðar liðinna tíma og stíga inn í nýtt upphaf með meira frelsi og innri styrk. Það veitir þér skýrleika og innri ró til að halda áfram með sjálfsöryggi og jafnvægi. Ef þú ert reiðubúin/n að sleppa því sem er ekki að þjóna þér lengur og stíga inn í nýjan kafla í lífinu, þá er þetta ferðalag fyrir þig.
Þessi öndunaraðferð eða öndunarferðalag (Tranceformational Breath Journey ) notast við Somatic breathing en áhrif hennar er hámörkuð með viðbættri nútíma hljóðtækni sem býður upp á marga jákvæða eiginleika. Helst ber þar að nefna Binaural Brain Entrainment, Isochronic Brainwave Tones, Solfeggio Frequencies og 432Hz Harmonic Tuning.
Það sem gerir þessa meðferð einstaka m.a. er að henni fylgir leiðsögn sem er unnin með Neuro-linguistic programming (NLP) tækni til að hámarka ásetning ferðalagsins og árangur þess. Þessi ásetningur eða markmið ferðalagsins snýr að því að aðstoða þátttakendur að vinna úr ólíkum andlegum fjötrum sem eru að hrjá viðkomandi.
Ég vil vera með!
Pss.. mundu að staðfesta skráningu á póstlistan þannig að ég geti sent þér allar upplýsingar í tölvupósti fyrir tímann.

Berglind Björk
,,Nú er komin vika síðan ég fór í fyrsta 9D öndunarferðalagið og ég er enn að upplifa þessa ró og þennan frið innra með mér sem ég fann strax eftir tímann. Þetta er hagnýt og öflug aðferð til þess að hreinlega uppfæra og endurforrita stýrikerfið okkar sem hefu safnað í sig lífshamlandi rusli í gegnum ævina. Sara Barðdal kynnir og heldur utan um ferðalagið af fagmennsku og hlýju. Hún hefur þægilega, róandi nærveru og reynslu af persónulegu mótlæti, róttækri sjálfsvinnu og vinnu með öðru fólki. Ég get því heilshugar mælt með 9D breathwork tímunum hjá Söru."

Eiríkur Jónsson
,,Elsku Sara Barðdal. Vá hvað ég er þakklátur eftir tíman. Þvílík upplifun. Eiginlega orðlaus. Ég hafði ekki trúað því hvað þetta hafði hefði mikil áhrif á líkama og sál. Það var svo gott að finna fyrir hitanum og kuldanum streyma um líkamann, eins með lífsorkuna. Ég mæli svo með þessum tímum hjá Söru og mun sjálfur mæta aftur"

Eva Bryngeirs
,,Ég hvet alla til að prufa að fara í 9D Breathwork hjá Söru til að öðlast betri tengingu við sjálfan sig. Ég fór á djúpt ferðalag með miklum tilfinningatengslum sem gáfu mér alla flóruna og hjálpuðu mér að sleppa tökum á hlutum sem eg hafði sleppt í huganum með hugsun áður en þarna upplifði ég full body losun. Það var yndislegt að fara á dýptina, leyfa sér að finna og sleppa! Mæta svo tilbaka í fullum kærleik."

Harpa
,,9D Breathwork tíminn í gegnum zoom VÁ, þvílíka upplifunin, ég bjóst alls ekki við þessari þvílíku upplifun hvað þá í gegnum zoom, ég fann fyrir öllu lífi í líkamanum, kuldanum, hitanum, grét og var svo lifandi eins og allar frumur líkamans hefðu ákveðið að vakna. Orkan er tekin á nýtt level eftir þetta ferðalag. Ég hlakka strax til næsta tíma hjá Söru og 9D Breathwork þarf hver einstaklingur að upplifa til að finna hve gott og á hvaða máta þetta gerir fyrir mann. Takk fyrir mig"

Díana
,,Mín upplifun var mun betri en ég bjòst við þar sem ég hef prófað allskonar og aldrei náð þessari innri rò. Ég var stressuð fyrst, en var farin að lifa mig svo inní þetta og af svo mikill kyrrð og rò að à allra síðustu mínutunum var ég að sofna. Ég átti virkilega góða svefn nótt eftir þetta þar sem ég sef mjög illa. Bara takk elsku Sara þú ert mögnuð.
ATH: Þessi öndunarferðalög innihalda ákafa öndunar - vinsamlegast spurði lækninn þinn hvort þetta sé í lagi fyrir þig ef þú ert með eitthvað af eftirfarandi sjúkdómum eða kvillum.
Flogaveiki (vinsamlegast hafðu samband svo við getum komið til móts við þarfir þínar) Meðganga (ekki mælt með fyrir þungaðar konur) Taugaáfall / Kvíðaköst (vinsamlegast hafðu samband, það eru ákveðnar undantekningar) Saga um hjarta- og æðasjúkdóma (vinsamlegast hafðu samband, það eru ákveðnar undantekningar, vinsamlegast talaðu við þinn lækni áður) Lungnasjúkdóm (vinsamlegast hafðu samband, það eru ákveðnar undantekningar) Alvarlegan geðsjúkdóm (vinsamlegast hafðu samband svo við getum komið til móts við þarfir þínar) Beinþynning (vinsamlegast hafðu samband svo við getum komið til móts við þarfir þínar) Heilablóðfall, flog eða annan taugasjúkdóm (vinsamlegast hafðu samband svo við getum komið til móts við þarfir þínar, vinsamlegast talaðu við þinn lækni áður)
