Yin yoga ferðalag
Ég er leita að fólki sem er tilbúið að fara í innra ferðalag í gegnum orkustöðvarnar þar sem við tengjumst okkur sjálfum enn betur í gegnum yin yoga, öndun og hugleiðslu.
Komdu með mér inní kyrrðina þar sem við kúpplum okkur út eftir daginn og förum í djúpslökun. Við vinnum með bandvefinn í gegnum yin yoga stöður og notum nuddbolta þar sem við gefum eftir og losum um uppsafnaða spennu.
Dýpkaðu sambandið við líkama og sál
Yin fascia Yoga hjálpar okkur að róa hugann, minnka áhrif streitu og kvíða. Það styður við taugakerfið og hjálpar okkur að komast í slökunarástand (e. rest and digest) sem er svo mikilvægt í hraða samfélagsins sem við búum í.
Í tímunum höldum við stöðunum í ákveðinn tíma sem hjálpar okkur að ná þessari djúpslökun og opnun í bandvef líkamans (fascia).
Stöðurnar sem við vinnum með auka einnig hreyfigetu líkamans og eru einstaklega endurnærandi.
"Í gegnum Yin fascia yogað dýpkaði ég tenginguna við líkama minn, kom jafnvægi á taugakerfið mitt og náði orkunni minni upp á ný. Þegar við höfum verið í streituástandi of lengi er mikilvægt að vinna með huga og líkama saman til að ná algjörri djúpslökun og geta sleppt tökunum á öllu öðru. Þessi iðkun breytti öllu fyrir mig og bjargaði mér úr vítahring síþreytu og áhugaleysi. Ég get ekki beðið eftir að deila þessu með þér og hlakka til að sjá þig á dýnunni.
-Sara Barðdal
Uppbygging námskeiðs
Námskeiðið fer fram á netinu þannig þú getur gert þetta á þínum tíma, heima hjá þér.
Í hverjum tíma vinnum við með orkustöðvarnar í gegnum yin yoga stöður, flæði, öndun og hugleiðslu. Tímarnir eru rólegir þar sem við leggjum áherslu á mildi og slökun.
Við fræðumst um hverja orkustöð fyrir sig, hvernig þær hafa áhrif á þig í daglega lífinu og hvernig þú getur upplifað meira jafnvægi. Þú færð einnig aðgang að fræðslu og hugleiðingu fyrir vikuna ásamt stuttum heimaverkefnum og hugleiðslum til að dýpka ferðalagið eftir hvern tíma.
Tími 1 - Muladhara
Tími 2 - Swadhisthana
Tími 3 - Muladhara
Tími 4 - Anahata
Tími 5 - Vishuddha
Tími 6 - Ajna og Sahasrara
Hafdís
,,Ég get bara sagt vá! Eftir tímann gat ég farið út í rigninguna og losað margar tilfinningar sem hafa setið fastar lengi. Yin jòga hentar mér svo vel því stöðunum er haldið í langan tíma, þá kemst maður dýpra og þær virka svo mikið betur og svo slökunin eftir tíma er svo heilandi. Þessi tegund af jóga og nærvera Söru gerði svo mikið fyrir mig. Takk fyrir mig"
Guðný
,,Sara hefur svo góða nærveru að það er ekki annað hægt en að slaka á í tímunum hjá henni. Stoppar í stöðunum og maður fær að finna sig áður en farið er í næstu stöðu. Sefandi rödd hennar hefur svo þau áhrif að maður nær dásamlegri slökun í lok tímans."
Tryggðu þér námskeiðið í dag
Farðu í gegnum yin yoga ferðalagið á þínum hraða
Þú hefur aðgang að námskeiðinu í 6 mánuði
Smelltu hér fyrir millifærslu.
Mundu að setja alltaf netfangið þitt inn við skráningu eða senda mér póst ef þú millifærir.
Tryggðu þér aðgang að öllum hugleiðslunum mínum ókeypis í 6 mánuði þegar þú skráir þig í yin yoga ferðalagið.
Erla Ósk
,,Það sem stendur uppúr eru orkustöðvarnar. Eitt af mínum markmiðum var að ná að tengja saman huga og líkama, hef ekki náð þeirri tengingu áður og ekki skilið hana. En ég er að ná að tengja í fyrsta sinn í lífinu og vá hvað það er magnað!!!!!
Ég er alveg smá mind blown. Sara þú ert mögnuð, með magnaða sýn og mesti peppari af einlægni og sál. Dásamlegt að hlusta á þig."
Edith
,,Upplifunin mín hefur verið alveg einstök. Finnst eins og ég hafi náð að tengjast sjálfri mér á ný þar sem ég hef upplifað vissa fjarlægð frá sjálfinu vegna amsturs. Tímarnir veita mér ró og svigrúm til þessa, og ég bíð einfaldlega eftir næsta tíma. Þetta er minn tími og mér finnst eins og þetta sé gjöf frá mér til mín að sækja tímana.
Mér finnst ég upplifa nærumhverfið mitt betur og finnst ég vera í betri jafnvægi. Þessi ró og vellíðunartilfinning sem maður upplifir í tímunum er það besta."
Þóra
,,Upplifunin mín af námskeiðinu hefur verið mjög góð. Mér finnst ég tengjast líkama mínum betur og hlusta meira á hann auk þess að finna betur hvaða stöð er í ójafnvægi. Tímarnir eru róandi og nærandi, og veita manni þannig kærkomna slökun og sjálfsást í amstri dagsins.
Það besta við námskeiðið er að það hefur hjálpað mér að víkka sjóndeildarhringinn, finna á líkama og sál hvar ég ég þarf að bæta mig og veita sjálfri mér meiri kærleik. Það hefur vakið áhuga minn á meiri jógaiðkun og mín vegferð er bara rétt að byrja!
Að lokum vil ég koma því til þín að þú ert alger fyrirmynd, konur sem styrkja konur, hafa svo mikinn kraft og útgeislun að lýsa upp herbergið. Takk fyrir að deila af þér, ég er þakklát fyrir þessa upplifun. "